Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Friday, March 03, 2006

Nú snýr Bjarni sálugi sér við í gröfinni...

Hættu að telja...

Thursday, March 02, 2006

Google Earth

Mæli með því að prófa Google Earth...

Að komast í (s)álnir...

Mikið á ég gott. Það er ánægjulegt að skýra frá því að ég hef nú komist á snoðir um forrit sem nefnist Soul Seek. Forrit þetta virkar í grófum dráttum eins og Napster gerði forðum, það er til að skiptast á músík í gegnum tölvur.

Nú er ég kannski "gegt næntís" og allir komnir með nóg af þessu gamla drasli og farnir að huga að Playstation3 eða dogPodi fyrir hundinn. En samt gleðst ég ótrúlega yfir því að vera svona út og seinn að fatta.

Wednesday, March 01, 2006

Hvar lætur þú klippa þig?

Neongrænn hefur alltaf verið nokkuð út í mínum huga, og þeir sem mig þekkja vita að ég lifi eftir þeirri lífsspeki að það sé inn að vera út og út að vera inn. Þannig geta menn í raun orðið út ef þeir eru inn og þannig verið orðnir inn aftur um leið.

Skemmtilega rökfræðileg hugræn lúppa, ef út í það er farið, sem færi létt með að rústa deginum hjá hvaða þráhyggjusjúklingi sem er...

Ég fiktaði semsagt yfir mig í sniðmótinu (e. template) og nenni ekki að fikta það til baka. Hens ðe njú lúkk... Tata, vessgú.

Ég er annars í fríi og þá er gott að blogga aðeins. Líkt og lesendur þessa pistla hafa eflaust komist að þá tek ég helst til á heimili mínu í fríum mínum, eða eins og gömul og góð vinkona mín orðaði það: kem skipulagi á sokkaskúffuna.

Ég hef annars haft það náðugt á milli tiltektar og samveru við dóttur minnar. Lagði mig til dæmis eftir hádegi í dag með gamla og trausta félaga í eyrunum:



Mig dreymdi heil ósköp á meðan ég svaf en man bara að ég var einhvern veginn viðriðinn undirbúning aflífunar káta hvalsins Keikós sem synti um sæll og glaður í kvínni sinni út í Eyjum...