Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Friday, March 18, 2005

Sýnd veiði en ekki gefin

Ég ætti með öllu réttu að vera farinn að sofa. En viti menn. Fór í typpagufu með Nóra, réttmætum föður Umma, fyrr í kvöld. Það var fyrirtaksgufa og með því betra sem ég gerði í dag. Varð alveg sultuslakur eftirá og hefði sennilega íhugað að kaupa notaðan bíl af Agga Pó ef út í það hefði verið farið.

Kom svo heim og horfið á drottningarviðtalið við Sölva Blöndal. Einhverra hluta vegna fékk þetta viðtal mig til að fara í geisladiskahilluna og ná í Hvolp, fyrstu og hugsanlega einu plötu The Ike Turners fyrr og síðar. Er nú búinn að renna í gegnum öll 14 lögin og verð að segja að ég hef bara nokkuð gaman að þessu.

Hvolpur var heimatilbúin smíði og kóperuð í um 20 eintökum, gefin vinum og vandamönnum. Aldrei var gerð tilraun til að dreifa henni frekar eða selja hana. Enda kannski ekki ástæða til.

Ef einhvern langar að komast yfir þessa plötu getur sá hinn sami sent mér einn tóman geisladisk og ég skal kópera fleiri eintök. Því miður á ég þetta ekki á tölvutæku formi því vélin sem mússíkin var gerð á hefur verið strauuð og backupdiskurinn týndur.

Wednesday, March 16, 2005

Ummi lætur til skarar skríða

Það er svo margt sem á daga mína drífur um þessar mundir. Ég les tildæmis bloggið hans Halla, sjá Fjöltengið, og furða mig á því hve afkastamikill hann er í blogginu.

Sjálfur er ég eiginlega svona mínimalískur bloggari, því minna því betra. Hugsa frekar um gæði en magn. Bæti svo við dassi af fengsjúí og þá er þetta komið.

Horfði á þátt um eignir Donald Trump. Maðurinn er náttúrulega snar. Hann er metinn á 2,5 billjón dollara og þekur flest allt sem hann á með gulli, án gríns. Hann sefur að jafnaði 4 tíma á nóttu og er auðvitað með sýklafóbíu eins og sönnum milljónamæringum sæmir. Lætur vöðvabúntin sín 4 elta sig á röndum með klínexið tilbúið, svona ef hann skyldi þurfa að taka í höndina á ókunnugum. Kannski pissar hann í krukkur áður en yfir líkur, a la Howard Hughes.

Sjálfur er ég meira fyrir ál en gull. Ég til dæmis nota ál fyrir gardínur í öllum gluggum og prísa mig sælann. Tek reglulega batteríin úr klukkum, set góðan disk með Meat Loaf í spilarann og stilli hátt, á repeat. Fer svo úr öllum fötunum, skrúfa ofnana í botn og ráfa um íbúðina eins lengi og ég stend uppréttur. Reyni svo að giska á hvaða dagur er þegar ég vakna, nakinn og sveittur á stofugólfinu.

Kannski ég þurrki nú slefið úr munnvikunum.

Monday, March 14, 2005

Jesúelskandi svertingjar úr fortíðinni