Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Thursday, August 12, 2004

Póstkort frá Varmá

Þegar hitinn fer yfir 25 stig í Reykjavík og ég sit löðursveittur við skrifborðið mitt í vinnunni og fer yfir reikninga er ekki laust við það að ég gerist sekur um deleríu. Það sem venjulega tekur fimm mínútur tekur korter, það sem venjulega tekur korter tekur klukkutíma og það sem venjulega tekur klukkutíma tekur allan daginn. Svo áður en ég veit af er klukkan orðin fimm og ég ekki búinn að gera neitt. Takk fyrir daginn, sjáumst á morgun...
Ég sé fyrir mér að öll fyrirtæki á landinu nema Kjörís fari á hausinn.
Þegar iðnaðar- og viðskiptaráðherra verður spurður út í málið mun hún eflaust segja: ,,Þetta byrjaði allt í ágústmánuði 2004 þegar veðrið varð allt í einu óvenju gott, þá fyrst fór að halla undan fæti. Það var einhvernvegin eins og hjólum efnahagslífsins hefði verið gírað niður og enginn gerði handtak svo dögum skipti".
Gripið á Lofti:
,,Ég sá á mælinum heima að það voru 27 stig".
,,Þetta er bara eins og á Majorka".
,,Ég get ekki meira, ég er farin heim í dag".
,,Ég er að spá í að biðja um frí á föstudaginn vegna veðurs".
,,Ég vorkenni þeim Íslendingum sem fóru til útlanda í sumarfrí".
,,Nú man ég af hverju ég flutti úr Karabíska hafinu".
Fólk er með veðrið á heilanum. Og ég líka. Njótum á meðan endist!
Bendi fólki sem er áhugasamt um ljósmyndir á þetta: