Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Saturday, October 01, 2005

Geymslan er ennþá full

Ég geri fastlega ráð fyrir því að flestir séu löngu hættir að droppa við á þessari síðu, ef þeir hafa einvhvertíma gert það yfir höfuð, svo sjaldan rausa ég.

Það er helst að frétta að við eigum von á öðru barni, líkt og glöggir lesendur frussunnar hafa komist að. Víí. Gleði gleði.

Annars á ég 2 daga eftir ólifaða fram að ,,sumarfríi", ef notuð er reikniregla vinnuhólistans. Á miðvikudaginn gerist það. Rúmlega þrjár vikur frá vinnu, Illugi og Erik til landsins, Pétur Gautur 2 dögum síðar. Stefnir í skemmtilegan október.