Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Thursday, February 24, 2005

Tala iljar nágranna minna um síðir?

Fólkið á hæðinni fyrir ofan mig á hund. Það skúrar allan sólarhringinn og svo er það byrjað að saga á síðkvöldum.

En hefndin verður sæt:
.

Ekki að það trufli mig mikið á meðan ég hef þetta í eyrunum. Sami maður er einnig ábyrgur fyrir þessu.

Ég elska internetið. Það eina sem vantar á það eru bara fleiri síður, það er ekki nóg af þeim. Ég held til dæmis að á meðaldegi renni ég í gegnum allt netið tvisvar til þrisvar. Ég meina hversu oft er maður ekki búinn að lesa þetta?

Það besta við internetið er tvímælalaust öll þessi góðu tilboð sem maður má ekki missa af. Svona eins og þetta. Varið ykkur, síðan talar.