Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Monday, October 24, 2005

Opið bréf til Hafdísar

Elsku Hafdís mín.

Þín er sárt saknað á landi ísa og slyddu. Vona að vistin í faðmi Sáms frænda sé þér hin bærilegasta.

Hið ótrúlega gerðist. Undirritaður dró fram vínilinn opinberlega í fyrsta skipti í tvö og hálft ár eða svo. Tilefnið var viðeigandi, að spila með DJ Platurn sem heiðrar okkur með nærveru sinni þennan mánuðinn. Verknaðurinn fór friðsamlega fram og komst undirritaður frá viðburðinum án þess að hljóta skaða af.



Annars hefur þetta verið ágætur mánuður. Nágranarnir á efri hæðini haldið takti, eitt stykki rúm flutt úr geymslunni og hugsanlega bætist við sjónvarpið sem Maggi gaf mér fyrir löngu, það er ef ég finn fjarstýringuna.

Ég verð nú að játa það á mig að vegna þess að konan mín er í "ástandi" þá hef ég verið heldur latur við að láta hana stjana við mig en ég lofa þér því að ég muni gera mitt ítrasta til að fá hana til að sækja skóna mína svo ég geti farið út í göngutúr á meðan hún skúrar það sem eftir lifir sumarfrísins.

Ég drekk aldrei restina úr kókflöskunum - er kominn með ágætan lager sem bíður þín þegar þú kemur næst.

Kók í pósti... !