Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Tuesday, October 05, 2004

Ég er...

...skelfilega vondur maður. Í dag loggaði ég mig inn á messenger og einhver sem ég kannaðist ekkert við sem kallar sig ,,if you drink and drive you are a looser but if you make it home you are a winner" eða eitthvað álíka hafði óskað eftir því að fá að vita hvenær ég væri online.

Paddan ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, enn einn aðdáandi Dane Bowers sem hægt er að rugla í.

Það leið ekki á löngu þar til viðkomandi var kominn í spjallfæri. Skömmu síðar poppaði upp gluggi hjá mér þar sem þessi hafði eitthvað að segja. Byrjaði eitthvað að rausa um að ég væri frægur og að hann hefði fengið þessa adressu hjá einhverjum.

Ég tók á móti honum á íslensku sem hann skildi ekki. Gaman. Næst brá ég á það ráð að þykjast vera 53 ára Alsíringur með litla enskukunnáttu. Það þótti viðmælanda mínum greinilega minna spennandi í ljósi þess að hann sagðist vera 14 ára breti.

Þetta hefði getað orðið svæsið, en Þula vaknaði og ég þurfti að kveðja: ,,I now go boy".