Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Monday, July 24, 2006

As good as it gets.

Þetta er eins gott og það verður! Ég er að verða 30 ára gamall. Er með háskólagráðu og vaxandi velvild í banka.

Nú sit ég hér og blogga í vinnutímanum á meðan ég prenta út matseðla fyrir sumarhótel á Norðurlandi eystra. Blekið má ekki renna til þannig að ég verð að vakta prentarann. Passa upp á að myndin af bleika kokteilnum með appelsínuna ,,Als Apertif empfehlen wir Campari" klístrist ekki út um allt þegar næsta blað kemur...

Ætli dagurinn til að fá sér Swingline heftara og færa skrifborðið sitt örlítið nær veggnum sé einmitt í dag?