Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Sunday, January 16, 2005

Ants in my pants

Hef hér í eyrunum mixdisk sem mér áskotnaðist:

Oakland Fader DJ Platurn presents the 'best of' probably the best group ever...


Mæli eindregið með honum fyrir De La viftur eins og mig.

Svo ég haldi áfram á svipuðum nótum. Kíkið á þennan link ef þið eruð í stuði fyrir skrýtin plötuumslög: http://www.showandtellmusic.com/

Vorum annars í banastuði um helgina. Fórum í mat til Gísla og Peri í gær og svo í Byko til að kaupa gardínur í dag. Komum út með tvö eldhúsáhöld en engar gardínur. Fórum svo í Europris til að kaupa litháenskt sódavatn. Komum svo út með 4 poka af norskum niðursuðuvörum og ekkert litháenskt sódavatn.

Hitti síðar um daginn Helgu Þorvarðar sem lét mér í té eyrnakonfekt augnabliksins.

Svo fékk fjölskyldan að Varmá verðlaun :) Svarönd ársins!

Það eru líka gæsir í Norwich

Í desember fengu fjórir einstaklingar frá Norwich í Norfolkhéraði á Englandi, skilorðsbundna fangelsisdóma fyrir að ráðast til inngöngu í íslenska sendiráðið í Lundúnum. Þetta fólk var ásamt fleirum að mótmæla framkvæmdum við Kárahnjúka á Íslandi og þeim áhrifum sem þær hafa á varpland heiðagæsa. Joe, Pete, Jacky og Paul segja skoðun sína á Kárahnjúkum og lýsa handtökunni yfir svolitlu kaffi, köldum bjór og stórum bunka af málskjölum á The Iron Duke í Norwich.

http://thorsteinnj.is/