Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Monday, March 27, 2006

My Mama Said

Ég man þá tíð að ég tók próf í steikingartíma makkfranskra og fékk að launum stjörnur í nafnspjaldið mitt. Í þá gömlu góðu daga....

Makkinn átti 5 geisladiska og þeir voru látnir rúlla, dag eftir dag, eftir dag, eftir dag. Einn þeirra var ABBA - Gold.



Sem betur fer er svo langt síðan að ég treysti mér til að tala um þetta, en án gríns þá var þetta ofbeldi af verstu sort: ,,Knowing me knowing you aha...".

Í kjölfarið lagði ég algjört hatur á ABBA næstu árin. Hafði nákvæmlega engan húmor fyrir þessu bandi og leit ekki við plötum frá þeim þegar ég rakst á þær.

Mér var svo gefið plötusafn um daginn þar sem þessi plata var á meðal annara.



Viti menn, ég fann ABBA-lag sem kom mér á óvart hvað viðfelldni varðar. Alltaf skemmtilegt þegar það gerist.

Þá er ekki seinna vænna að kynna næsta þjónustustig þessa rausssíðu; hljóðræn upplifun, vessgú.

Hér er svo einhver ógæfumaður sem hefur misskilið textann. Kannski Harpa Sjö Fermingardóttir.

norrænt raus

Eitthvað virðast höfundar vera nojaðir á rétti sínum. Lái þeim það ekki. Myndirnar sumsé hverfa smátt og smátt.

Annars fór ég í Kolaportið í dag og er þar af leiðandi að hlusta á þetta:



Áhugasamir geta smellt hér fyrir upplýsingar um Jan (á dönsku).