Ég vissi ekki fyrr en í fyrradag að djörkí væri til sölu á Íslandi. Já og sjóarabitar. Svo komst ég á snoðir um tilvist víkingaskákar. Ég fór semsagt, ásamt frænda mínum, í bíltúr vestur á firði.
,,Ertu viss um að þið viljið fara yfir heiðina á þessum bíl?" Var ég spurður þegar ljóst var hversu hæpið yrði að Pelinn myndi rúlla upp Hrafnseyrarheiðinni, svona á ,,heilsársdekkjunum" og fyrsta kuldaskot þessa veturs orðið staðreynd. ,,Maðurinn þarf að sjá Dynjanda", svaraði ég af bragði og það var nóg. Málið var útrætt og allir í herberginu áttuðu sig um leið á alvöru málsins: