Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Friday, September 17, 2004

Steypuviðgerðin er í biðstöðu til morguns. Afrekaði í dag að setja hurðabremsu á svalahurðina og gæjugat í stigagangshurðina.

Eins og gengur þá kemur sag þegar maður borar í við. Ég, samviskusamur, ryksugaði upp sagið á stigaganginum og fór svo inn í íbúð til að kíkja í nýja gatið. Frábært, sést alveg fínt bara.

Stuttu síðar heyrði ég í ryksugu. Það var þá nábúi minni að ryksuga stigaganginn. Þetta er eitthvað skrítið finnst mér. Ryksugaði ég ekki nógu vel? Eða var ég að senda einhver skilaboð með því að vera að ryksuga stigaganginn? Ég held að nábúinn sé ekki með öllum.

Núna er konan með saumaklúbb. Ég er á afkvæmisvaktinni. Sit og blogga á meðan.

Var að ná mér í skype. Vonast til að fleiri geri slíkt hið sama. Ég er sveimhugi á skype ef einhvern fýsir að kjafta.


Sunday, September 12, 2004

Skónum mínum var stolið...

...á Gistiheimilinu Ási á Akureyri í nótt.

Ég borgaði ekki fyrir þá nótt, þrátt fyrir að Stefán, eigandinn, hafi verið ósáttur við þá ákvörðun mína.

Ég bíð nú í ofvæni eftir því að Stefán hafi samband og segist vera búinn að finna skóna mína sem hann grunar að ákveðnir aðilar (viðskiptavinir hans) hafi nappað.

Ef ég sé skóna mína aftur er ég búinn að lofa honum að borga.

,,Ei skal fyr náttstað gjalda þá skótau í skuld er skilið".