Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Monday, September 20, 2004

,,Ekkert blóð fyrir olíu, ekki í mínu nafni".

Nú hefur Kofi Annan látið þau orð falla að stríðið sé ólögmætt. Eitthvað heyrði ég utan af mér að Halldór hafi verið að tala um að honum þætti leitt að upplýsingar um herafla Saddams sem honum voru gefnar, skömmu áður en hann skráði Ísland á lista ríkja hinna viljugu, hafi ekki reynst réttar.

Nú vil ég ráðleggja Halldóri (að skipa Davíð) í krafti þessa ummæla Kofi að draga stuðningsyfirlýsinguna til baka. Það kæmi sér mjög illa fyrir hann að vera minnst sem forsætisráðherrans sem tók meira mark á George W. heldur en Kofi.

Annars rakst ég á áhugaverða grein um þetta svokallaða viljuga ríkjasamband. Í henni kemur fram að forsætisráðherra Solomon Eyja kannist ekkert við að hafa kvittað fyrir því að vera með.