Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Sunday, December 12, 2004

Ég skal segja ykkur það

Kaldir fingur á belg. Hvað er betra í þessum heimi en kaldir fingur á belg? Kannski fleiri kaldir fingur á belg. Mmmmh, her af fólki að kæla belginn með fingrunum...

Frekar fríki fetismi ef þú spyrð mig. En svona eru sumir:

chatterbox
Congratulations! You're Mr. Chatterbox!

Which of the Mr. Men characters are you?

Ég er ekki viss um hvernig þetta tengist allt saman en einhvernveginn í hljóta símamærar háloftanna að skila sínu dagsverki. Hef því ekki frekari áhyggjur af þessu máli og vind mér í það næsta.

Ég klessti á bíl í gær. Það var skeflileg lífsreynsla. Var að keyra Vesturlandsveginn og bíll kom akandi út af bílastæði Skógræktar Mosfellsbæjar sem er staðsett alveg við veginn. Ég var í 100% rétti held ég. Hef allavega ekki ennþá heyrt af því að menn séu dæmdir í órétti þegar einhver ekur í veg fyrir bíl sem þeir keyra eftir Þjóðvegi 1. Ég klessti beint inn í brettið bílstjórameginn á hinum bílnum, jeppa. Sem betur fer náði ég að bremsa og það dró talsvert úr hraðanum áður en Runólfur skall á jeppanum. Engin slys urðu á fólki, ég var einn í bílnum en jeppinn fullur af fjölskyldu.

Engu að síður brotnaði annað ljósið, grillið og húddið á Runólfi. Snökt, þessi elskulegi skrjóður okkar gæti verið allur. Það er nú í höndum Vátryggingafélags Íslands að ákveða hvort það taki því að gera við hann. Sjáum hvað setur ég þarf að stússast í þessu á morgun.

Annars náði ég að ryksuga heima hjá mér í dag og fann eftirfarandi í sófanum:
2x greiður
2x hárspennur
1x naglaþjöl
1x naglaklippur
1x gorm
1x lok af filmuboxi
1x penna
1x funk einglyrni
ógrynnin öll af brauðmylsnu sem vapyrino-sugan mín afgreiddi.

Af þessu má draga eftirfarandi ályktun. Hér býr fólk sem borðar brauð og snyrtir á sér neglur og hár á meðan það horfir á sjónvarpið í gegnum einglyrni.



Spurning hvort maður segir þetta ekki gott í bili?