Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Friday, March 18, 2005

Sýnd veiði en ekki gefin

Ég ætti með öllu réttu að vera farinn að sofa. En viti menn. Fór í typpagufu með Nóra, réttmætum föður Umma, fyrr í kvöld. Það var fyrirtaksgufa og með því betra sem ég gerði í dag. Varð alveg sultuslakur eftirá og hefði sennilega íhugað að kaupa notaðan bíl af Agga Pó ef út í það hefði verið farið.

Kom svo heim og horfið á drottningarviðtalið við Sölva Blöndal. Einhverra hluta vegna fékk þetta viðtal mig til að fara í geisladiskahilluna og ná í Hvolp, fyrstu og hugsanlega einu plötu The Ike Turners fyrr og síðar. Er nú búinn að renna í gegnum öll 14 lögin og verð að segja að ég hef bara nokkuð gaman að þessu.

Hvolpur var heimatilbúin smíði og kóperuð í um 20 eintökum, gefin vinum og vandamönnum. Aldrei var gerð tilraun til að dreifa henni frekar eða selja hana. Enda kannski ekki ástæða til.

Ef einhvern langar að komast yfir þessa plötu getur sá hinn sami sent mér einn tóman geisladisk og ég skal kópera fleiri eintök. Því miður á ég þetta ekki á tölvutæku formi því vélin sem mússíkin var gerð á hefur verið strauuð og backupdiskurinn týndur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home