Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Wednesday, May 04, 2005

Bíllinn minn - nammi nammi namm

Þessi dagur var helvískur. Ég var við það að lognast út af af stressi í vinnunni þegar konan mín tilkynnti mér að unglingurinn í fjölskyldunni hefði gleymt því að hann þyrfti að vinna þegar hann ætlaði að sækja litlu systur sína í leikskólann. Og getiði hver hljóp undir bagga?

Planið var að ég myndi klára síðsta vinnufund um 16.30 og færi svo beint að sækja Þöll. Ég var auðvitað seinn fyrir og til að auka á spennuna var bíllinn búinn að vera leiðinlegur í gang fyrr um daginn. Við þurftum meira að segja að láta hann renna í gang eftor að konan var komin upp í Ármúla til að fara í vélina. Ég þorði ekki öðru en að leggja í halla þegar ég kom aftur í vinnuna úr þeim óplanaða skreppitúr.

Runólfur hrökk í gang eins og ekkert annað væri sjálfsagðara og ég brunaði af stað út í Skerjafjörð þar sem leikskólinn hennar Þallar er. Klukkan var 16.50. Minnugur um hversu bannað það er að sækja börn of seint á leikskóla magnaðist stressið nú um heilan helming og annað eins, eins og það væri ekki af nógu af taka áður.

Klukkan var rúmlega fimm þegar ég komst loks á áfangastað. ,,Muna að taka bílstólinn og öll fötin hennar því það er lokað á morgun", hugsaði ég og hélt inn. Þegar öll fötin og stóllinn voru kominn á sinn stað í bílnum og barnið í stólinn undirbjó ég brottför út í Fossaleyni (lengst út í Grafarvogi) þar sem dóttir mín er í leikskóla, með viðkomu í Ármúlanum þar sem konan var í vél. Klukkan var orðin 17.15.

Og einmitt þá byrjuðu vandræðin fyrir alvöru. Bíllinn vildi ekki í gang og 4 ára barnið varð meira en lítið undrandi. Hvað er nú að ske? Henni hafði náttúrulega ekki verið tilkynnt um annað en að systir hennar myndi sækja hana og hefur vafalaust hlakkað mikið til. Hún fékk þó altént útúrtaugaða skrifstofublók á biluðum bíl í staðinn. Geri aðrir betur.

Ég hugsaði með mér að nú væri að duga eða drepast, steig út úr bílnum og ýtti honum einhverja metra áfram á meðan barnið spurði mig spurninga sem vörðuðu framgang mála. Ég setti markið framhjá blokk og til vinstri þar sem mér sýndist vera nokkur slakki. Þar sem ég ýtti bílnum og reyndi að stýra honum í leiðinni varð mér fljótlega ljóst að ég hefði ekki þann styrk sem þyrfti til að ná honum eins langt og ég hefði ætlað mér.

En viti menn, ekki svo langt frá mér var pínulítil brekka sem að mér hafði yfirsést, ekki nema kannski bíllengd eða svo, sem lá inn á lítið sætt hringtorg þar sem hægt er að skutla af sér gamalmennum og pikka upp á víxl. Ég rembdist örlítið meir og stökk svo inn í bílinn tilbúinn að stíga af kúplingunni á hárréttu augnabliki, eins og ökukennarinn minn sálugi hafði kennt mér. Íha, það tókst. Klukkan var farin að nálgast hálf sex.

Ég tilkynnti konunni sem var nú búin í vélinni í Ármúla fyrir lifandi löngu síðan að ég væri orðinn verulega seinn og við ákváðum að það væri best úr því sem komið var að ég færi fyrst lengst út í Grafarvog, minnug um hversu bannað það er að sækja börn of seint á leiskskóla, og kæmi svo til baka og næði í hana.

Við Þöll vorum í góðum fíling á Miklubrautinni að nálgast Snorrabrautargatnamótin og umferðin rétt mjakaðist eins og venjulega á þessum tíma dags á þessum slóðum. Við vorum góðan spöl frá ljósunum sem urðu rauð og þar með fór Runólfur í hægagang sem endaði með dauða. Ekki var séns að fá hann til að fara fet í viðbót af eigin rammleik þann daginn.

Nú voru góð ráð dýr. Fyrir þá sem voru að byrja að lesa núna var ég staddur á Miklubrautinni á háannatíma á vinstri akrein á dauðum 13 ára gömlum bíl. Í aftursætinu var 4 ára gamalt barn sem átti ekki von á þessu frekar en aðrir. ,,Áfram Þórður", sagði hún, og þegar ég sagði henni að við kæmumst ekki lengra í bili varð henni að orði: ,,kannski þarftu meira bensín".

Ekki beint kúl. Ég fór út úr bílnum til að fá flautandi lestina til að skilja að lest lestarstjórans væri biluð. Fyrir aftan mig var ungur strákur á póstbíl sem hjálpaði mér að ýta Runólfi örlítið áfram og til vinstri út á beygjuakrein svo að bíllinn var ekki lengur tappi í flösku heimþyrsta Stór-Reykvíkinga.

Ég náði sambandi við konuna sem fékk mömmu til að ná í dóttur mína á leikskólann lengst út í Grafarvogi, sem var svo óralangt úti í Grafarvogi akkúrat á því augnabliki. Konan ákvað að bíða eftir okkur í Hagkaupi þar sem móðir mín sótti hana fyrir rest.

Alltaf þegar ég lendi í einhverjum uppákomum með þennan bíl hef ég samband við tengdaföður minn, sem ég myndi á svipstundu gera að samgöngumálaráðherra og framkvæmdastjóra allra bílráðunauta sem mér kynnu að verða falin í þessu lífi eða næsta. Hann kom utan af landi þar sem við báðir búum til að sækja okkur Þöll og hringdi þar að auki á kranabíl þar sem síminn minn var farinn að heimta mat og ég mátti illa við því að verða sambandslaus á þessari stundu.

Þöll fannst bæði kranabíllinn og afi sinn lengi á leiðnni. Við styttum okkur stundir með því að syngja ýmis lög um kranabíla og aðra bíla sem hjálpa fólki í neyð og hafa blikkandi ljós.

Fyrir rest komu svo bæði afinn og kranabíllinn. Runólfur var dreginn út á land þar sem ég bý og Bjössi Skrúfa er með verkstæði. Vonandi getur hann lagað þetta fyrir slikk, við höldum að það sé reim eða alternator.

Guð blessi bílinn minn.

6 Comments:

  • At 03 December, 2006 16:17, Anonymous Anonymous said…

    Hi people
    I do not know what to give for Christmas of the to friends, advise something ....

     
  • At 04 December, 2006 12:04, Anonymous Anonymous said…

    Hello. Good day
    Who listens to what music?
    I Love songs Justin Timberlake and Paris Hilton

     
  • At 26 December, 2006 18:28, Anonymous Anonymous said…

    Looks great! Good resources here, good stuff. Your web site is helpful. Enjoyed the visit!
    - www.blogger.com t
    samsung ringtone
    motorola ringtone
    sony ericsson ringtone
    nokia ringtone

     
  • At 02 January, 2007 12:26, Anonymous Anonymous said…

    Thanks for the info, very much appreciated. Its a little to digest but will keep reading.
    - sveimhugi.blogspot.com f
    07 car civic honda
    buy used car
    car undefined used
    used car bergen
    used car oakland
    used car greensboro
    used car raleigh
    used car killeen
    used car vallejo
    used car tacoma

     
  • At 24 February, 2010 07:51, Anonymous Anonymous said…

    http://markonzo.edu manchester http://blog.bakililar.az/enalaects/ http://profiles.friendster.com/crestore#moreabout http://blog.tellurideskiresort.com/members/paxil-side-effects.aspx http://www.hothotheat.com/profiles/blogs/arimidex-side-effects-1 ruotolo asmaster http://www.ecometro.com/Community/members/side-effects-of-diflucan.aspx http://aviary.com/artists/Singulair-side http://blog.tellurideskiresort.com/members/celexa-side-effects.aspx

     
  • At 14 August, 2011 01:02, Anonymous Anonymous said…

    get facebook likes
    buy facebook likes

    http://www.webvertization.com/?guid=20090610055053 http://www.tbn.ca/retailer/rtdb/detail/211.htm?page=1
    facebook likes facebook likes 1000 facebook likes
    So when ever i try to install this game warcraft III and the expansion, frozen throne my anti virus avg, says that are 4 corrupt files for both games. Both are trojans. When i try to heal them, nothing happens. It hasn't affected my computer in any way. Could it be on the actual game disc? or the cd key? idk please help.

    facebook likes buy facebook likes [url=http://1000fbfans.info]buy facebook likes [/url] 1000 facebook likes

     

Post a Comment

<< Home