Af grænmeti
Ég hef einhvertíma heyrt talað um gúrkutíð. Er ekki alveg viss um að ég skilji hugtakið til fullnustu en eftir því sem ég kemst næst þá þýðir það að það sé ekkert í fréttum. Ekkert markvert að ske sem þykir í frásögur færandi. Og nota bene ég nota orðið ske.
Einu sinni fannst mér ekki fínt að nota orðið ske. Í raun er ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir því ennþá en sletti svona spari. Ef ég væri ákveðin manngerð myndi ég bæta við núna því sem ég var að segja á ensku til að vera fyndinn. Hafiði lent í þannig aðstæðum? Ever landed in those kind of situations you know?
Ég held satt að segja að það sé réttara að tala um gúrkukynslóð frekar en gúrkutíð. Fyrr í kvöld varð mér hugsað til þeirra daga er menn höfðu eitthvað að berjast fyrir og stjórnmálaöfl voru gjarnan stétttengd. Ég var auðvitað ekki uppi á þessum tíma en hef lesið um hina og þessa menn sem áttu að hafa barist heiðarlega fyrir málstaðinn. Enda var þá eitthvað að berjast fyrir og stefna að.
Ætli það sem ég er að reyna segja sé ekki að í dag finnst mér vanta allt malt í fólk. Allir hafa það svo skítsæmilegt að það tekur því varla að gera veður út af smámunum. Það er svo miklu auðveldara að hugsa, segja og gera ekki of mikið, þetta reddast. Hugsanlega er víða farið að kvarnast upp úr pottum og á stöku stað má sjá sprungur og brot. En þýðir eitthvað að steyta görn?
Það sem mér þykir hvað óhugnalegast við Ísland í dag er að fólk virðist kjósa þessi ósköp yfir sig. Gúrkukynslóðin sem þekkir ekki annað en tvíhöfða við stýrið.
Einu sinni fannst mér ekki fínt að nota orðið ske. Í raun er ég ekkert sérstaklega spenntur fyrir því ennþá en sletti svona spari. Ef ég væri ákveðin manngerð myndi ég bæta við núna því sem ég var að segja á ensku til að vera fyndinn. Hafiði lent í þannig aðstæðum? Ever landed in those kind of situations you know?
Ég held satt að segja að það sé réttara að tala um gúrkukynslóð frekar en gúrkutíð. Fyrr í kvöld varð mér hugsað til þeirra daga er menn höfðu eitthvað að berjast fyrir og stjórnmálaöfl voru gjarnan stétttengd. Ég var auðvitað ekki uppi á þessum tíma en hef lesið um hina og þessa menn sem áttu að hafa barist heiðarlega fyrir málstaðinn. Enda var þá eitthvað að berjast fyrir og stefna að.
Ætli það sem ég er að reyna segja sé ekki að í dag finnst mér vanta allt malt í fólk. Allir hafa það svo skítsæmilegt að það tekur því varla að gera veður út af smámunum. Það er svo miklu auðveldara að hugsa, segja og gera ekki of mikið, þetta reddast. Hugsanlega er víða farið að kvarnast upp úr pottum og á stöku stað má sjá sprungur og brot. En þýðir eitthvað að steyta görn?
Það sem mér þykir hvað óhugnalegast við Ísland í dag er að fólk virðist kjósa þessi ósköp yfir sig. Gúrkukynslóðin sem þekkir ekki annað en tvíhöfða við stýrið.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home