Fátt er betra en hálfkveðin vísa.
Ég velti því fyrir mér hversu líklegt er að eitthvað gerist þegar ekki er loku fyrir það skotið. Vafalaust ómerkilegar pælingar fyrir aðra en sjálfan mig og flestir sennilega fulllærðir í líkindafræði orðfæranna.
Kveikjan að þessari hugrenningu eru öll þau óteljandi afrek sem mig langar að áorka á hinum ýmsu sviðum. Mig langar til dæmis að koma íbúðinni í betra stand, svo ekki sé minnst á geymsluna sem ekki er hægt að opna lengur fyrir drasli, klára lagið sem ég er að vinna að, setja upp tölvuna sem við vorum að fá, koma uppþvottavélinni fyrir, standa mig frábærlega í vinnunni, vera fyrirmyndarfaðir og -maki, læra á trommur, skrifa ódauðleg skáldverk... svo ekki sé minnst á hvers kyns stærri verkefni.
Og eftir því sem ég velti þessu meir og meir fyrir mér er ekki loku fyrir það skotið að ég geri þetta allt saman, einn daginn.
Að ætla sér um of er oft undanfari hálsrígs. Í víðum skilningi. Ég vil til dæmis meina að það sem margir sálfræðingar og geðlæknar halda fram að sé kvíðaröskun sé ekkert annað en andlegur hálsrígur. Þjáist sjálfur af þessu fyrirbæri á góðum dögum, sit heima við og er á leiðinni að sigra heiminn, veit bara ekki hvar ég á að byrja; í eldhúsinu eða geymslunni?
Kveikjan að þessari hugrenningu eru öll þau óteljandi afrek sem mig langar að áorka á hinum ýmsu sviðum. Mig langar til dæmis að koma íbúðinni í betra stand, svo ekki sé minnst á geymsluna sem ekki er hægt að opna lengur fyrir drasli, klára lagið sem ég er að vinna að, setja upp tölvuna sem við vorum að fá, koma uppþvottavélinni fyrir, standa mig frábærlega í vinnunni, vera fyrirmyndarfaðir og -maki, læra á trommur, skrifa ódauðleg skáldverk... svo ekki sé minnst á hvers kyns stærri verkefni.
Og eftir því sem ég velti þessu meir og meir fyrir mér er ekki loku fyrir það skotið að ég geri þetta allt saman, einn daginn.
Að ætla sér um of er oft undanfari hálsrígs. Í víðum skilningi. Ég vil til dæmis meina að það sem margir sálfræðingar og geðlæknar halda fram að sé kvíðaröskun sé ekkert annað en andlegur hálsrígur. Þjáist sjálfur af þessu fyrirbæri á góðum dögum, sit heima við og er á leiðinni að sigra heiminn, veit bara ekki hvar ég á að byrja; í eldhúsinu eða geymslunni?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home