Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Tuesday, October 03, 2006

Hver hefði trúað því...

...að þegar ekki er liðinn nema rúmlega mánuður af heilögu hjónabandi mínu er ég í 4. sæti á tenglalista Véfréttarinnar.

Þvílík hneisa og skömm. Mér líður eins og sveittri moppu sem búið er að nota til að skúra upp svitann af gólfinu í leiðinlegum handboltaleik.

Gott ef ég er ekki bara kominn með harpix í augun af sorg. Enginn elskar mig og svo fer örugglega bráðum að rigna.

3 Comments:

  • At 03 October, 2006 11:16, Anonymous Anonymous said…

    Miðað við færsluna og kommentið hér rétt fyrir neðan skilst mér að þú megir þakka fyrir að vera yfir höfuð enn inn á listanum!!
    H.

     
  • At 03 October, 2006 20:28, Anonymous Anonymous said…

    á bak við hverja hörkugellu er þokkalega flakkaður gaur!

     
  • At 03 October, 2006 20:44, Blogger Véfrétt said…

    Þú hefur misskilið þetta. Tenglaröðin er ekki út frá mikilvægi, heldur reynslualdursþroska (sjá formúlu á www.reynsluthroskaformulur.com). Svo held ég að þú hafir misskilið athugasemd Káradísar - þú verður að kynna þér þínar eigin færslur og athugasemdir um þær ögn nánar.

     

Post a Comment

<< Home