Sveimhugi

- í versta falli skárra -

Friday, March 17, 2006

Helen Bannerman

Barnabækur eru endalaus uppispretta vangaveltna af ýmsum toga.



Þegar tuttugasta öldin barði að dyrum skrifaði Helen Bannerman (1862 - 1946) söguna um Litla svarta Sambó. Sagan sem er hennar þekktasta verk var gefin út árið 1899.



Í seinni tíð hefur sagan verið hafin til vegs og virðingar á nýjan leik eftir einhverskonar árekstur við pólitíska rétthugsun. Sbr eftirfarandi tilvitnun af netinu:

,,The "Story of Little Black Sambo" is rarely told any more, because it is presumed to be racist. However, examination of the story shows that it is about India, not Africa. The story refers to "ghe", a type of butter used in India. Also, tigers exist in India but not in Africa. The only thing African about the story is the "mb" sound in Sambo and Jumbo, which is a sound commonly heard in African languages."

Ekki gleyma Mumbó!

Á Wikipedia kemur fram að af myndskreytingunum að dæma sé mjög líklegt að söguhetjurnar í mörgum af bókum höfundarins séu Tamílar eða frá S-Indlandi:

,,The heroes of many of these books are recognisably south Indian or Tamil children from the illustrations. However, despite the plots having no really racist overtones and usually celebrating the intelligence and ingenuity of the children, the name Sambo has become a slur against people of colour and the books have often been banned or censored."

Þetta kemur heim og saman við það sem fram kemur hér. Það er að hún var fædd í Skotlandi og fluttist svo til Indlands eftir að hafa gifst herlækni. Sagan um Sambó var upphaflega eingöngu skrifuð fyrir hennar eigin börn en aldrei ætluð til útgáfu.

Það sem kannski færri vissu var að höfundurinn gaf út fleiri bækur í svipuðum stíl. Allavega kom það mér á óvart:

The Story of Little Black Sambo, 1899
Story of Little Black Mingo, 1901
Story of little Black Quibba, 1902
Little Degchie-Head: An Awful Warning to Bad Babas, 1903
Little Kettle-Head, 1904
Pat and the Spider, 1905
The Teasing Monkey, 1907
Little Black Quasha, 1908
Story of Little Black Bobtail, 1909
Sambo and the Twins, 1936
Little White Squibba, 1965 (a rewrite of Little Black Sambo with a white girl as
heroine) Elizabeth Hay (1981) wrote that Helen's daughter Day completed the Squibba book from scribbles Helen had written down. (pp.152-153, "Sambo Sahib: The Story of Little Black Sambo and Helen Bannerman")



Eitt af því fyrsta sem dóttir mín sagði var ,,b-kh" (bók). Annað sem kom líka mjög fljótlega á eftir hundsgeltinu, sem ég vil meina að hafi verið hennar fyrsta greinanlega orð, var ,,buh" (brjóst).

Hún hefur verið mjög upptekin af öllum karakterum sem hafa illgjarna eiginleika allt frá því að hún upplifði kött ráðast á annan kött. Mikið drama vissulega fyrir eins og hálfs árs gamalt barn að lenda í. Kisur eru þar af leiðandi góðar, vondar, stórar eða litlar þessa dagana.

Tígrisdýrin í Sambóbókinni eru mjög forvitnileg. Þau geta á ákveðnum tímapunkti t.d. ekkert sagt nema ,,Grrr" af því að þau eru að berjast svo mikið. Ég vil meina að Sambó hafi öðlast nýja vídd fyrir henni eftir að ég sýndi henni söguna á netinu og fann svo til viðbótar þetta hérna (hlustið á tígurinn urra).

Internetpabbinn ég.

Nema hvað, henni þótti ekki síður áhugavert þegar krókódíllinn sprakk í sundur í sögunni um Mingo.

3 Comments:

  • At 18 March, 2006 11:18, Blogger Skotta said…

    Tvær íslenskar:
    Negrastrákarnir, myndir eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg)
    Sú byrjar svona:
    Negrastrákar fóru á rall og þá voru þeir tíu
    einn drakk flösku af ólyfjan og svo voru eftir níu.
    Alveg magnaðar myndir í þeirri bók.

    Önnur er hin sígilda Selíkó, svertingjasaga frá Afríku, sem bókaforlag Þorsteins M. Jónssonar hf. á Akureyri gaf út. Það er heldur enginn rithöfundur skráður að þeirri ágætu bók, ekkert frekar en hinni.
    Mannstu eftir að hafa gefið mér hana?

    Annars átti ég Sambó og tvíburana en veit ekki hvað varð af þeirr fínu bók.

     
  • At 18 March, 2006 20:08, Blogger Sveimhugi said…

    Ég man eftir því að hafa keypt allar Selíkó bækurnar sem ég fann í bókabúðinni á Húsavík á sínum tíma og gefið einhverjum eintök. Líklegt að þú hafir verið ein af þeim sem fékk.

    Annars finn ég hana ekki hérna heima hjá mér, hvað ætli hafi orðið um hana. Ég man að það var ekki búið að skera blaðsíðurnar í sundur einu sinni.

    Já og svo eru það 10 litlir negrastrákar sem ég á. Sama konsept og þessi með myndunum eftir Mugg sem ég hef ekki séð. En þar fækkar negrastrákunum á milli blaðsíðna og erinda. Engin ólyfjan þó í þeirri bók. Þeir aka bara bíl bö bö, svo eftir verða sjö.

     
  • At 20 March, 2006 10:48, Blogger Véfrétt said…

    Í ljósi myndarinnar af sprengingunni miklu þegar krókódíll og kona með steinolíu bíða bana þykir mér við hæfi að vitna í barnið, sem sagði hugsandi: Krókódíllinn datt í sundur.

     

Post a Comment

<< Home