Hvort sem er allt sama tóbakið?
Í dag þykir ekki eins fínt að reykja eins og á þeim tímum sem lesendur blaðaauglýsenda voru þéraðir og Bessi Bjarnason auglýsti Prince sígarettur. Engu að síður læt ég ekki segjast og skilgreini sjálfan mig sem reykingamann, því miður. Nema þegar ég sæki um vinnu. Hef sennilega lært of seint að vera fínn. Það er eftir að nikótínfíknin hafði náð tökum á mér.
Hvað um það. Það var ekki ætlun mín að fjasa um reykingar mínar sem slíkar í þessari færslu. Aftur á móti að deila með ykkur niðurstöðum díalektískrar sálfræðirannsóknar sem ég hef sjálfur gert á sjálfum mér og afgreiðslufólki sem selur mér tóbak.
Þannig er mál með vexti að ég reyki Marlboro Lights, en hægt er að fá þær afbragðs reykjur í bæði mjúkum og hörðum pökkum á sölustöðum víðsvegar um land. Ég hef tekið eftir því að viðmót afgreiðslufólksins, þá sér í lagi afgreiðslukvenna, gagnvart mér stjórnast að miklu leiti af því hvort ég bið um mjúkan eða harðan pakka.
Ég hefði sennilega aldrei áttað mig á þessu nema af því að mér var alveg sama hvort ég fengi mjúkan eða harðan pakka. Og þegar afgreiðslufólkið spurði mig hvort ég vildi mjúkan eða harðan lét ég það yfirleitt vita af því að það skipti mig ekki máli og fékk þar af leiðandi handahófskennda afgreiðslu sem einkennist af svona ,,alveg sama" viðmóti. Alveg sama viðmótið má útskýra á þann hátt að fyrst kúnnanum er nokkuð sama um vörutegundina sem hann fær út úr viðskiptunum er þeim sem afgreiðir hann einnig nokkuð sama um afgreiðsluna og þar með kúnnann.
Sem dæmi mætti taka mann sem kemur inn í skóbúð. Þegar starfsmaðurinn spyr hvort hann geti aðstoðað segir maðurinn: ,,Mig vantar strigaskó..." Starfsmaðurinn myndi þá jafnvel spyrja: ,,Hvernig strigaskó? Háa, lága, reimaða, með frönskum rennilás, gula, græna...?" Og maðurinn myndi segja: ,,Mér er eiginlega alveg sama". Hvers konar skó myndi maðurinn koma með út eftir að hafa sett fram svona kröfu? Ef það væri lítið að gera og starfsmaðurinn væri á árangurstengdum launum myndi maðurinn sennilega koma út með dýrustu strigaskóna í búðinni. Ef það væri aftur á móti mikið að gera og starfsmaðurinn væri ekki á árangurstengdum launum léti hann manninn sennilega fá þá skó sem væru hendi næst.
Staðreyndin er sú að afgreiðslufólk í stórmörkuðum, bensínstöðvun og sjoppum er ekki á árangurstengdum launum og það eru alltaf einhverjir kúnnar sem bíða eftir afgreiðslu. (Ef ekki þá verður einhver óheppinn starfsmaður rekinn fljótlega því það er óhagkvæmt að hafa bíðandi starfsfólk). Af þeim sökum fær maðurinn sem er sama um hvort hann fær mjúkan eða harðan pakka skjóta og ópersónulega afgreiðslu. Dálítið kynlausa ef út í það er farið.
Þegar ég fattaði þetta ákvað ég að fara að biðja aðspurður um annað hvort mjúkan eða harðan pakka. Ég veit ekki alveg af hverju. Kannski hafði það eitthvað að gera með að vilja ekki að afgreiðslufólki væri sama um mig þegar ég væri að borga launin þeirra, hugsanlega til að skapa mér einkenni eða var ég hreinlega orðinn leiður á því að hafa ekki skoðun á þéttleika umbúðanna?
Fyrst um sinn bað ég um mjúkan. Það var eiginlega eins og að biðja um dömubindi handa sjálfum mér. Ef það að vera sama um hvort maður fengi harðan eða mjúkan var ávísun á kynlaust viðmót í minn garð af hálfu afgreiðslufólks, þá var mjúkur greinilega ,,femin", ,,gay" eða ,,þessi á nú ekki séns, allir menn með viti eru löngu búnir að fatta að konur fíla ekki mjúka menn".* Ég kveikti ekki alveg strax á þessu. Það þurfti nokkrar umferðir af mjúkum Marlboro Lights fyrir mjúka manninn í gegnum strikamerkjalesarann til að ég færi að taka eftir því að viðmót afgreiðslufólksins breyttist úr því að vita ekki hvar það hafði mig fyrr en eftir að ég hafði beðið um mjúkan. Þá hafði viðmótið þróast umsvifalaust yfir í ,,ég gæti nú örugglega tekið þennan í sjómann".
Ég ákvað því að athuga hvað myndi gerast ef ég myndi biðja um harðan. Það var eins og við manninn mælt. Öll samskipti urðu beinskeittari, skilvirkari og ákveðnari. Og það sem meira er að ég er ekki frá því að afgreiðslufólkið hafi orðið svolítið kurteisara! Kannski pínulítið eins og þegar það talar við yfirmann sinn af óttablandinni virðingu. Ef ég myndi bæta því við að afgreiðsludömurnar hefðu auk þess blikkað mig væri ég að ljúga. En það kæmi mér ekki á óvart að það myndi gerast einn daginn sem ég fer fram á harðar umbúðir.
*Konur eru meðvitaðar um hugtakið ,,metrosexual" og firringuna um mjúka manninn sem kremframleiðendur komu í kring til að geta selt körlum krem.
Hvað um það. Það var ekki ætlun mín að fjasa um reykingar mínar sem slíkar í þessari færslu. Aftur á móti að deila með ykkur niðurstöðum díalektískrar sálfræðirannsóknar sem ég hef sjálfur gert á sjálfum mér og afgreiðslufólki sem selur mér tóbak.
Þannig er mál með vexti að ég reyki Marlboro Lights, en hægt er að fá þær afbragðs reykjur í bæði mjúkum og hörðum pökkum á sölustöðum víðsvegar um land. Ég hef tekið eftir því að viðmót afgreiðslufólksins, þá sér í lagi afgreiðslukvenna, gagnvart mér stjórnast að miklu leiti af því hvort ég bið um mjúkan eða harðan pakka.
Ég hefði sennilega aldrei áttað mig á þessu nema af því að mér var alveg sama hvort ég fengi mjúkan eða harðan pakka. Og þegar afgreiðslufólkið spurði mig hvort ég vildi mjúkan eða harðan lét ég það yfirleitt vita af því að það skipti mig ekki máli og fékk þar af leiðandi handahófskennda afgreiðslu sem einkennist af svona ,,alveg sama" viðmóti. Alveg sama viðmótið má útskýra á þann hátt að fyrst kúnnanum er nokkuð sama um vörutegundina sem hann fær út úr viðskiptunum er þeim sem afgreiðir hann einnig nokkuð sama um afgreiðsluna og þar með kúnnann.
Sem dæmi mætti taka mann sem kemur inn í skóbúð. Þegar starfsmaðurinn spyr hvort hann geti aðstoðað segir maðurinn: ,,Mig vantar strigaskó..." Starfsmaðurinn myndi þá jafnvel spyrja: ,,Hvernig strigaskó? Háa, lága, reimaða, með frönskum rennilás, gula, græna...?" Og maðurinn myndi segja: ,,Mér er eiginlega alveg sama". Hvers konar skó myndi maðurinn koma með út eftir að hafa sett fram svona kröfu? Ef það væri lítið að gera og starfsmaðurinn væri á árangurstengdum launum myndi maðurinn sennilega koma út með dýrustu strigaskóna í búðinni. Ef það væri aftur á móti mikið að gera og starfsmaðurinn væri ekki á árangurstengdum launum léti hann manninn sennilega fá þá skó sem væru hendi næst.
Staðreyndin er sú að afgreiðslufólk í stórmörkuðum, bensínstöðvun og sjoppum er ekki á árangurstengdum launum og það eru alltaf einhverjir kúnnar sem bíða eftir afgreiðslu. (Ef ekki þá verður einhver óheppinn starfsmaður rekinn fljótlega því það er óhagkvæmt að hafa bíðandi starfsfólk). Af þeim sökum fær maðurinn sem er sama um hvort hann fær mjúkan eða harðan pakka skjóta og ópersónulega afgreiðslu. Dálítið kynlausa ef út í það er farið.
Þegar ég fattaði þetta ákvað ég að fara að biðja aðspurður um annað hvort mjúkan eða harðan pakka. Ég veit ekki alveg af hverju. Kannski hafði það eitthvað að gera með að vilja ekki að afgreiðslufólki væri sama um mig þegar ég væri að borga launin þeirra, hugsanlega til að skapa mér einkenni eða var ég hreinlega orðinn leiður á því að hafa ekki skoðun á þéttleika umbúðanna?
Fyrst um sinn bað ég um mjúkan. Það var eiginlega eins og að biðja um dömubindi handa sjálfum mér. Ef það að vera sama um hvort maður fengi harðan eða mjúkan var ávísun á kynlaust viðmót í minn garð af hálfu afgreiðslufólks, þá var mjúkur greinilega ,,femin", ,,gay" eða ,,þessi á nú ekki séns, allir menn með viti eru löngu búnir að fatta að konur fíla ekki mjúka menn".* Ég kveikti ekki alveg strax á þessu. Það þurfti nokkrar umferðir af mjúkum Marlboro Lights fyrir mjúka manninn í gegnum strikamerkjalesarann til að ég færi að taka eftir því að viðmót afgreiðslufólksins breyttist úr því að vita ekki hvar það hafði mig fyrr en eftir að ég hafði beðið um mjúkan. Þá hafði viðmótið þróast umsvifalaust yfir í ,,ég gæti nú örugglega tekið þennan í sjómann".
Ég ákvað því að athuga hvað myndi gerast ef ég myndi biðja um harðan. Það var eins og við manninn mælt. Öll samskipti urðu beinskeittari, skilvirkari og ákveðnari. Og það sem meira er að ég er ekki frá því að afgreiðslufólkið hafi orðið svolítið kurteisara! Kannski pínulítið eins og þegar það talar við yfirmann sinn af óttablandinni virðingu. Ef ég myndi bæta því við að afgreiðsludömurnar hefðu auk þess blikkað mig væri ég að ljúga. En það kæmi mér ekki á óvart að það myndi gerast einn daginn sem ég fer fram á harðar umbúðir.
*Konur eru meðvitaðar um hugtakið ,,metrosexual" og firringuna um mjúka manninn sem kremframleiðendur komu í kring til að geta selt körlum krem.
1 Comments:
At 20 January, 2010 07:45, Anonymous said…
Genial dispatch and this enter helped me alot in my college assignement. Thanks you for your information.
Post a Comment
<< Home