Brot úr bréfi
Talandi um pólitík. Ástandið hér heima er ekki til fyrirmyndar myndi ég segja. Þó eigum við á Íslandi sennilega langt í land miðað við Bandaríkin, ef svo mætti að orði komast. Ég á stundum mjög erfitt með að skilja þetta. Nú vilja menn helst álver í hvern fjörð, viðhalda launamun kynjanna og auka enn á bilið milli fátækra og ríkra. Þeir ætla núna að lækka tekjuskatt sem talið er að muni koma hátekjufólki betur en lágtekjufólki. Eða eins og einhver orðaði það, lækka tekjuskatt kennara um það sem nemur einum bleiupakka á mánuði. Margir hafa bent á að það kæmi sér mun betur fyrir lágtekjufólk að hækka skattleysismörkin.
Það voru forsætisráðherraskipti nú á dögunum eins og þú kannski vissir. Nú hafa Halldór og Davíð skipt um stól. Fyrsta verk Davíðs sem utanríkisráðherra var að fara með rangt mál um stöðu mála í Írak. Hann talað um að í 795 byggðalögum af 800 ríkti friður og að börnin þar hefðu öðlast von. Það er skemmst frá því að segja að í fréttum daginn eftir kom fram að í 18 af 20 stærstu borgum landsins eru um 50 átakatilfelli á dag.
Það voru forsætisráðherraskipti nú á dögunum eins og þú kannski vissir. Nú hafa Halldór og Davíð skipt um stól. Fyrsta verk Davíðs sem utanríkisráðherra var að fara með rangt mál um stöðu mála í Írak. Hann talað um að í 795 byggðalögum af 800 ríkti friður og að börnin þar hefðu öðlast von. Það er skemmst frá því að segja að í fréttum daginn eftir kom fram að í 18 af 20 stærstu borgum landsins eru um 50 átakatilfelli á dag.
Það er auðvitað hneisa fyrir Íslendinga að vera hluti af ríkjum hinna staðföstu þjóða (Coalition of the Willing) í ljósi þeirra staðreynda sem nú eru komnar fram í dagsljósið: Engin gereyðingarvopn í Írak síðan 1991 og engin tengsl milli Saddam og Osoma, samkvæmt Colin Powell og stríðið ólögmætt, samkvæmt Kofi Annan. Að taka meira mark á Bush heldur en Annan, það ber vott um slæma dómgreind að mínu mati. Auðvitað eru Íslendingar að reyna að halda í ameríska herinn hérna og eitthvað af störfum og makka þar með bandarísk stjórnvöld. En ég segi að það sé betra að borga nokkrum Keflvíkingum atvinnuleysisbætur á meðan þeir bíða eftir næsta álveri heldur en að samþykkja stríð. Lái mér hver sem vill.
Ofríkið. Pétur Blöndal ætlar að leggja fram frumvarp sem miðar að því að leggja niður forsætaembættið. Þetta telja menn vera hans svar við ákvörðun forsetans um að neita að skrifa undir lög sem þingið setti fyrr á árinu. Fjölmiðlalögin svokölluðu. Ég efast um að þetta frumvarp fái mikinn stuðning. Hitt er það að það er yfirlýst stefna stjórnvalda nú að endurskoða stjórnarskránna, sennilega ætla þeir að reyna að taka málskotsréttinn af forsetanum. Það hriktir í stoðum lýðræðisins sem sagt er byggja á þrískiptu valdi. Að auki hefur nýleg skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem hæstaréttardómara, af Geir H. Haarde, ollið talsverðu fjaðrafoki. Í þessu samhengi tala sumir um að ráðherraræðið sé allt of mikið.
Hugmyndin um félagslega samábyrgð lifir góðu lífi hér á Íslandi. Öðru máli gegnir um framkvæmd hennar ef marka má svik ríkisstjórnarinnar við öryrkja, kennaraverkfallið, biðtíma á sjúkrahúsum og eftir leikskólaplássum, hækkun skólagjalda í Háskóla Íslands, fiskveiðistjórnunarkerfið um sameiginlega náttúruauðlind þjóðarinnar og sölu ríkiseigna.
Þrátt fyrir allt þetta þykir mér gott að vakna á morgnanna og sjá Esjuna, vitandi af því að hún fer ekki neitt þótt oft ég hugsi: Heimur versnandi fer, eða hvað? Hefur þetta kannski alltaf verið svona?
Ofríkið. Pétur Blöndal ætlar að leggja fram frumvarp sem miðar að því að leggja niður forsætaembættið. Þetta telja menn vera hans svar við ákvörðun forsetans um að neita að skrifa undir lög sem þingið setti fyrr á árinu. Fjölmiðlalögin svokölluðu. Ég efast um að þetta frumvarp fái mikinn stuðning. Hitt er það að það er yfirlýst stefna stjórnvalda nú að endurskoða stjórnarskránna, sennilega ætla þeir að reyna að taka málskotsréttinn af forsetanum. Það hriktir í stoðum lýðræðisins sem sagt er byggja á þrískiptu valdi. Að auki hefur nýleg skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem hæstaréttardómara, af Geir H. Haarde, ollið talsverðu fjaðrafoki. Í þessu samhengi tala sumir um að ráðherraræðið sé allt of mikið.
Hugmyndin um félagslega samábyrgð lifir góðu lífi hér á Íslandi. Öðru máli gegnir um framkvæmd hennar ef marka má svik ríkisstjórnarinnar við öryrkja, kennaraverkfallið, biðtíma á sjúkrahúsum og eftir leikskólaplássum, hækkun skólagjalda í Háskóla Íslands, fiskveiðistjórnunarkerfið um sameiginlega náttúruauðlind þjóðarinnar og sölu ríkiseigna.
Þrátt fyrir allt þetta þykir mér gott að vakna á morgnanna og sjá Esjuna, vitandi af því að hún fer ekki neitt þótt oft ég hugsi: Heimur versnandi fer, eða hvað? Hefur þetta kannski alltaf verið svona?
0 Comments:
Post a Comment
<< Home